Friðgeir Einarsson er rithöfundur og sviðslistamaður, búsettur í Reykjavík.

Hann hefur sent frá sér fimm bækur, skáldsögurnar Serótónínendurupptökuhemlar, Formaður húsfélagsins og Stórfiskur, sem og smásagnasöfnin Takk fyrir að láta mig vita og Ég hef séð svona áður.

Friðgeir stundaði nám við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Frá útskrift árið 2008 hefur hann komið að tugum uppfærslna í íslensku atvinnuleikhúsi og starfað með leikhópum á borð við Kriðpleir, Abendshow, 16 elskendur, Mig og vini mína, Shalala og Íslenska dansflokkinn. Hafa verk hans verið sýnd á leiklistarhátíðum beggja vegna Atlantsála. Leikverk Friðgeirs Club Romantica fékk Grímuverðlaun árið 2019 sem besta leikrit, auk þess að vera tilnefnt sem sýning ársins. Þá hefur Friðgeir komið að dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp, og var meðal annars einn höfunda áramótaskaupsins 2022.


Friðgeir Einarsson is an Icelandic author and theater artist, based in Reykjavík.

He has published five books of fiction, three novels and two collections of short stories, all of which were favourably received by critics.

As a theater artist, Friðgeir has collaborated with multiple collectives, as well as forging his own path as a writer, director and performer. His play Club Romantica, which he performed himself, won the Icelandic Theatre awards 2019 as Best Play, as well as being nominated as Best Show.

Útgefandi/Publisher

Benedikt Publishing,

www.benedikt.is,

benedikt@benedikt.is

Hafa samband/Contact

freinarsson@gmail.com