Útlendingurinn – morðgáta
Árið 1970 fannst kvenmannslík í Ísdal rétt fyrir utan Bergen í Noregi. Konan var alls ekki búin til útivistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hún hafði ferðast vítt og breytt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköpunum hún var að gera í Bergen.
Þegar íslenskur sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson, flytur til Bergen, lætur hann heillast af ráðgátunni og gerir sitt besta til að upplýsa hana. En kannski ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Friðgeir er hvorki lögreglumaður, né með reynslu af rannsóknarstörfum, en telur sig hafa ákveðna innsýn inn í hugsunarhátt konunnar. Hann er jú aðkomumaður, rétt eins og hún var.
Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið.
Leikstjóri: Pétur Ármannson. Leikendur: Friðgeir Einarsson og Snorri Helgason. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Tónlist: Snorri Helgason. Lýsing: Pálmi Jónsson. Leikrit eftir Friðgeir Einarsson.
Sýnt í Borgarleikhúsinu 2021-22.
//
The Stranger – a murder mystery
In the year 1970, a chilling discovery was made in the Isdal Valley, just outside the picturesque city of Bergen, Norway. What emerged was the lifeless body of a woman, completely unprepared for the great outdoors. Investigators uncovered a curious array of disguises, including wigs and other enigmatic artifacts. Upon further investigation, it was revealed that she had traveled extensively throughout Europe using false identities, yet her true identity, origin, and the purpose of her presence in Bergen remained a mystery.
When Icelandic performance artist Friðgeir Einarsson moves to Bergen, he becomes captivated by the mystery and does his best to unravel it. Perhaps not in the way one might expect, as Friðgeir is neither a police officer nor experienced in investigative work. He believes he has a unique insight into the woman's thought process. After all, he is an outsider, just like she was.
"The Stranger" is a Scandinavian crime drama that approaches the case of the 'Isdal Woman' in an innovative way, shedding new light on the mystery.
Director: Pétur Ármannson. Actors: Friðgeir Einarsson and Snorri Helgason. Set and costume design: Brynja Björnsdóttir. Music: Snorri Helgason. Lighting: Pálmi Jónsson. Script by Friðgeir Einarsson.
Performed in the Reykjavík City Theater in 2021-22.