Sýning ársins

Sviðslistaviðburðurinn Sýning ársins var könnun sviðslistahópsins 16 elskenda á áhrifum skoðanakannanna í íslensku samfélagi, en um leið innleitin rannsókn á tengslum almennings við leikhúsið og væntingum til þess.

Hvað vilt þú sjá í leikhúsi? Hvað vilja konur helst sjá? En karlar? Vilja vinstri grænir og sjálfstæðismenn sjá það sama? Hvað vilja Íslendingar að meðaltali ekki sjá? Ert þú meðalmaður?

Sviðslistahópurinn 16 elskendur lét framkvæma ítarlega skoðanakönnun, í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, þar sem spurt var hvað fólk vildi helst og síst sjá á leiksviði. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var grunnurinn að handriti fyrir sviðslistaviðburðinn Sýningu ársins, þar sem 16 elskendur vörpuðu ljósi á væntingar íslesnskra leikhúsáhorfenda til leikhússins, en um leið var viðburðurinn nýttur til að fara ofan í saumana á meðaltalinu, lýðræðinu og áhrifum skoðanakannana á samfélagið sem heild. Sýning ársins var frumsýnd 4. mars árið 2012 í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún.


The Spectacle of the Year

The Spectacle of the Year is a performance based on a survey on what Icelanders want to see on stage, as well as a research by 16 lovers on the impact of surveys on democratic  societies. 16 lovers performed a survey in collaboration with the Institute of Social Science at the University of Iceland, in which the people of Iceland were asked what they would most want to see on stage, and what not. The survey was the basis for 16 lovers to create and perform The Spectacle of the Year, which shed light on what the Icelandic audience prefers to see on stage and what they would rather not see. Thus, the theater was used to research and examine the concept of the average, surveys and their impact on democratic communities. The Spectacle of the Year was premiered in March 2012 and performed in an empty office building in Reykjavík.