Síðbúin rannsókn

DRAP HANN MANN EÐA DRAP HANN EKKI MANN?

Meðlimir leikhópsins Kriðpleir hafa ákveðið að taka upp hanskann fyrir Jón Hreggviðsson sem dæmdur var til dauða fyrir böðulsmorð árið 1683. Þeir hafa í bígerð nýja heimildarmynd um morðið og hafa sett sér það metnaðarfulla markmið að komast endanlega til botns í málinu. SÍÐBÚIN RANNSÓKN er glænýr gamanleikur sem varpar nýju ljósi á fortíðina og veltir upp mikilvægum spurningum um sannleikann, skáldskapinn – og Laxness.

„Eina sýningin sem þú þarft að sjá um Jón Hreggviðsson!“ „Niðurstöðurnar eru sláandi!“

Frumsýnd í Tjarnarbíó 2014


Texti: Bjarni Jónsson
Á sviði: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson
Umgjörð: Tinna Ottesen
Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson
Tónlist: Árni Vilhjálmsson (+ sígilt stöff)
Leikstjórn: Friðgeir Einarsson og Bjarni Jónsson
Framleiðandi: Kriðpleir