Nígeríusvindlið

Nígeríusvindlið er sviðslistaviðburður þar sem tekin er til umfjöllunar hugmyndin um réttlæti í víðu samhengi. Sýningin er afrakstur rannsóknarvinnu sviðslistahópsins 16 elskenda, en viðfangsefni rannsóknarinnar var stafræn fjárplógsstarfsemi sem starfrækt er frá Vestur-Afríku. 16 elskendur söfnuðu saman svindlbréfum og svöruðu þeim undir dulnefni í því augnamiði að kynnast svindlurunum, búa til texta og rannsaka viðfangsefnið til hlítar. Eftir margra mánaða tölvupóstsamskipti við svindlara um heim allan höfðu 16 elskendur safnað nægilega miklu efni til að sviðsetja sýninguna Nígeríusvindlið. Útkoman varð að tveimur ólíkum sýningum þar sem tekið var á listinni að svindla, íslenska bankakerfinu, sápuóperum og hvatningarræðum svo fátt eitt  sé nefnt. Sýningarnar voru báðar sýndar í Kassanum, Þjóðleikhúsinu.

//

The Nigerian scam

The Nigerian scam is a performing arts event researching the idea of justice in a wider context. The performance was the result of a research made by the performance group 16 Lovers, but the focus of the study was the digital scamming operated from West Africa, known as Nigerian scam letters. 16 lovers gathered e-mailed scam letters and answered them under a pseudonym in order to establish a contact with real scammers, creating text and studying the subject in depth. After months of e-mail communications with scammers around the world,  16 lovers had gathered sufficient material to dramatize the show The Nigerian Scam. The results of this work were two unique performances about the art of scamming, the Icelandic banking system, soap operas and pep talks. Celebrity appearances and loads of confetti included. The shows were both shown in Kassinn, at the National Theatre of Iceland.