blessbless.is
Fyrirlestrarverkið blessbless.is er stutt, performatív kynning á nýjum rafrænum vettvangi sem hjálpar fólki að gera tiltekt.
Á flestum heimilum eru hlutir sem hafa ekkert gagn og flækjast fyrir, en við getum samt ekki hugsað okkur að henda því við höfum bundist þeim tilfinningaböndum. Gömul leikföng, skólaföndur, kerti sem minnir mann á gamlan kærasta, minjagripir sem amma og afi komu með úr sólarlandaferð — hvað á að gera við þetta drasl?
blessbless.is er rafræn geymsla þar sem fólk getur komið fyrir myndum, myndböndum og sögum af dýrmætum en ónauðsynlegu hlutum, og varðveitt þá að eilífu án þess að þeir taki pláss í raunveruleikanum.
Í fyrirlestrarverkinu gerir sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson grein fyrir hugmyndinni og gefur áhorfendum kost á að taka þátt.
//
blessbless.is
The lecture performance blessbless.is is a short introduction to a new electronic platform which makes it easier to throw things away.
In most homes there are things that don’t serve any purpose, but we can’t throw away because of the emotions we attach to them. Old toys, handicrafts, a candle that reminds you of an old boyfriend, a souvenir that your grandparents brought you from their holiday — what to do with these things?
blessbless.is is an electronic storage space where you can upload pictures, videos and stories about precious but useless things, and preserve their memory forever without taking up space in the real world.
Theatre artist Friðgeir Einarsson presents his idea and invites the audience to participate.