Ævisaga einhvers

Einhver verður að segja sögu þeirra sem eru jú bara venjulegir…

Sögur almennra Íslendinga, sagðar af leikhópnum Kriðpleiri. Íslendingar eru sagnaþjóð og hafa í gegnum tíðina haft óseðjandi áhuga á ævisögum, endurminningum og frásögnum af kostulegu lífshlaupi sveitunga sinna og samlanda. Í sýningunni Ævisaga einhvers fjallar leikhópurinn Kriðpleir um íslenska ævisagnahefð og freistar þess að segja sögur venjulegra Íslendinga, fólksins sem ekki hefur þótt taka að skrifa bækur um. Langflestir eru jú bara venjulegir, sinna hvunndagslegu stússi, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, þurfa að fá lánaða kerru. Og svo framvegis. Einhver verður að segja þá sögu.

Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason.

Utan sviðs: Bjarni jónsson og Sigrún Hlín Sigurðardóttir.

Frumsýnd 12. nóvember 2016 í Tjarnarbíó.

//

Someone’s Biography

Someone has to tell the story of those who are just ordinary...

Stories of everyday Icelanders, told by the theater group Kriðpleir. Icelanders are a storytelling nation and have always had an insatiable interest in biographies, memories, and narratives of the fascinating life journeys of their fellow countrymen. In the performance "Life Story of Someone," the theater group Kriðpleir explores the Icelandic tradition of biographies and attempts to tell the stories of regular Icelanders, the people who haven't thought about writing books. Most are just ordinary, taking care of their everyday chores, shopping at Bónus, doing the dishes, listening to the radio, attending meetings with the school psychologist, needing to borrow a wheelbarrow, and so on. Someone has to tell their story.

On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, and Ragnar Ísleifur Bragason.

Off stage: Bjarni Jónsson and Sigrún Hlín Sigurðardóttir.

Premiered on November 12, 2016, at Tjarnarbíó.